Auðvelt er pínulítil vefverslun rekin af Evu Valsdóttur.

Hugmyndin kom til mín þegar ég gekk með eldra barnið mitt og stækkandi kúlan hafði truflandi áhrif á nætursvefninn.  Síðan þá hefur margt gerst og hugmyndin þróast betur.  Hér á síðunni eru upplýsingar um vörurnar, hægt er að panta og fá allar nánari upplýsingar með því að senda póst á audvelt@audvelt.is

Fyrst um sinn getum við aðeins tekið á móti greiðslum í gegnum bankareikning eða með peningum.  Auðvelt er staðsett í Norðlingaholti, afhending pantana fer fram eftir samkomulagi – bæði er hægt að sækja til okkar eða fá sent með Póstinum.

Verkefnið hlaut styrk frá Atvinnumálum kvenna vorið 2011