Ég er búin að nota Auðvelt - snúningslakið í nokkra mánuði.  Þegar ég fyrst frétti af því var ég að bíða eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm og átti erfitt með að hreyfa mig í rúminu vegna verkja.  Það er skemmst frá því að segja að lakið bjargaði mér alveg.
Svo kom að því að ég fór í aðgerðina og önnur aðgerð fylgdi í kjölfarið og var ég vægast sagt illa á mig komin þegar ég kom heim.  Eitt af því besta við heimkomuna var að fara í eigið rúm aftur og vera með þetta frábæra lak sem auðveldar allar hreyfingar og hjálpaði mér mjög mikið.
Ég mæli með þessu laki af heilum hug og á aldrei eftir að fara að sofa án þess.
Jóhanna Björnsdóttir 64 ára

 

Síðastliðinn vetur gekk ég með þriðja barnið mitt.  Um miðbik meðgöngunnar fór að bera á verkjum í grindinni og eftir því sem kúlan stækkaði varð sífellt erfiðara að finna þægilega stellingu til að sofa í og síður en svo auðvelt að hreyfa sig í hjónarúminu án þess að þurfa hreinlega aðstoð kranabíls.  Ég hef á fyrri meðgöngum notað „klassískt“ snúningslak en það hefur ekki gagnast mér vel þar sem lakið hefur sjaldan haldist kyrrt og farið á „flakk“ í rúminu.  Ég fékk Auðvelt-snúningslak að gjöf frá vinkonu minni og munurinn var gríðarlegur, lakið var alltaf á sínum stað og ég gat hreyft mig að vild.  Ég náði mun betri og dýpri svefni og maðurinn minn vaknaði ekki við það þegar ég bylti mér.  Ég tók lakið með mér allt sem ég fór t.d. til útlanda og í sumarbústaðinn.  Ég þakka lakinu það ég fór í fæðinguna úthvíld.  Ég notaði einnig lakið fyrstu vikurnar eftir fæðinguna á meðan grindin var að jafna sig. Ég get svo sannarlega mælt 100% með Auðvelt-snúningslakinu.
Sólveig H. Sigurðardóttir 35 ára

 

Ég hef verið að nota snúningslakið frá Auðvelt á þessari meðgöngu frá 6. mánuði.  Það hefur verið reynst alveg ótrúlega vel og ég get ekki ímyndað mér að sofa án þess lengur.  Það auðveldar manni að snúa sér og að koma sér fyrir í réttri stellingu á nóttunni – sem tryggir betri nætursvefn.  Það munar öllu fyrir kasóléttar konur!
Aðalheiður Atladóttir