Auðvelt – snúningslak er mjög einfalt og þægilegt í notkun.

Þeir sem geta haft gagn af því að nota Auðvelt – snúningslak eru allir sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að snúa sér og skipta um svefnstellingar.

Til dæmis:

  • ófrískar konur
  • fólk sem glímir við bak- eða mjaðmaverki eða önnur stoðkerfisvandamál
  • fólk sem er þungt á sér af einhverjum ástæðum
  • fólk sem er að jafna sig eftir skurðaðgerðir eða afleiðingar slysa

og svo mætti lengi telja.

Kostir Auðvelt – snúningslaksins eru að snúningsflöturinn er mjög stór og ekki síst að lakið helst kyrrt á sínum stað á meðan á notkun stendur.  Engin truflun er af lakinu fyrir aðra sem sofa í sama rúmi og notandinn.

Mikill sveigjanleiki er varðandi það hverju er hægt að klæðast til að ná góðum árangri með notkun laksins.  Sumum finnst nóg að hafa lakið eitt og sér en hægt er að nota t.d. silkinærföt, silkináttföt, undirpils eða Auðvelt – náttserkallt eftir því hvað notandanum hugnast.